Manchester City er óvænt til í að selja Jack Grealish í sumar. Breski miðilinn Football Insider heldur þessu fram.
Grealish kom til City fyrir tæpum þremur árum á 100 milljónir punda. Hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin tvö tímabil og þrennuna í fyrra.
Kappinn er þó ekki að eiga sitt besta tímabil sem stendur og er Pep Guardiola nú sagður opinn fyrir því að selja hann.
Ef satt reynist verður án efa mikill áhugi á Grealish í sumar.
Grealish á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við City.