Útvarpsmaðurinn og íþróttalýsandinn ástsæli Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, svaraði áskorun vinars síns og samstarfsmanns, Mikaels Nikulássonar, og netverja um að henda sér í klippingu. Hann birtir mynd af þessu á samfélagsmiðlinum X í dag.
„Ég ætla að koma með eina áskorun, eða þetta er eiginlega bara skipun. Ég vil að þú rakir af þér hárið aftur. Þú ert svona 300 sinnum flottari þannig,“ sagði Mikael í Þungavigtinni eftir að hafa horft á Rikka í umfjöllun um Meistaradeildina á Stöð 2 Sport í gær.
Einnig var Rikki hvattur til að að „fara í klippingu strax“ á X.
„Ég skal henda mér í það. Ég skal vera búinn að þessu fyrir helgina,“ sagði Rikki í Þungavigtinni og í dag stóð hann við stóru orðin, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Viðurkenni að þessi mynd var ákveðið wake up call. Þá bregst maður strax við. https://t.co/7t33orQTfP pic.twitter.com/z8IFmhJULV
— Rikki G (@RikkiGje) April 18, 2024