Það er hætta á því að framherjinn þekkti Carlos Vela muni gera allt vitlaust í Bandaríkjunum á nýju ári.
Frá þessu greinir AS á Spáni en þar er greint frá því að Vela sé mögulega að skipta yfir í LA Galaxy í MLS-deildinni.
Galaxy hefur mikinn áhuga á Vela og býður honum háa launahækkun en hann er leikmaður grannanna í LAFC.
Vela ku vera að íhuga tilboðið sterklega en hann er fyrirliði LAFC og hefur leikið 188 leiki ásamt því að skora 93 mörk og lagt upp önnur 54.
Vela er fyrrum leikmaður Arsenal og gerði garðinn einnig frægan með Real Sociedad á Spáni.