fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Líkir Strákunum okkar við lið í ensku úrvalsdeildinni – „Litlir og aumir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 09:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur verið harðlega gagnrýnt á yfirstandandi Evrópumóti og þá sérstaklega eftir stórt tap gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar í gærkvöldi.

Ungverjar unnu þægilegan 33-25 sigur og fara með tvö stig inn í milliriðla. Strákarnir okkar fara án stiga í þá og geta þakkað nokkuð óvæntum sigri Svartfellinga á Serbum í gær fyrir að vera yfirhöfuð með á mótinu enn þá.

Spekingar kepptust við að gagnrýna landsliðið eftir leik í gær og var frammistaðan til að mynda tekin fyrir í Þungavigtinni, þar sem Mikael Nikulásson kom með áhugaverða samlíkingu.

„Ég líki þessu við Chelsea í fótboltanum. Þú veist ekkert hverjir eru inn á og það nær enginn takti. Auðvitað eiga menn að gera betur en það er enginn taktur í þessu. Við erum bara litlir og aumir á móti svona gaurum. Mig grunaði að við yrðum í vandræðum í þessum leik og það varð svo,“ sagði Mikael í þrumuræðu.

„Leikmenn eru ekki að ráða við þessa fullu höll. Það vantar algjörlega leiðtoga í þetta lið, einhvern sem getur stigið upp,“ sagði hann enn fremur.

Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð