fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sverrir Ingi stoltur af því að bera bandið á morgun – „Við höfum ekki verið að ræða það í hópnum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 13:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason mun bera fyrirliðabandið þegar Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni EM á morgun. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45

Aron Einar Gunnarsson byrjar ekki leikinn en hann er í hópnum.

„Það er mikill heiður, Age kom og talaði við. Aron er á þeim stað að hann er að koma til baka úr meiðslum, ég er klár í þetta. Hvort sem ég er með bandið eða ekki, það skiptir ekki mestu máli heldur að ég reyni að hjálpa liðinu. Við stefnum á að sækja sigur,“ segir Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi var frá vegna meiðsla í síðasta glugga þar sem landsliðið fékk meðal annars skell gegn Lúxemborg.

„Við gerðum rosalega mikið af mistökum í þeim leik, gefum vítaspyrnu og fáum rautt spjald. Það var mikið sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við sýndum í sumar að við getum keppt á móti mjög góðum liðum og við verðum að virða það að þeir eru með mjög gott lið.“

Taki íslenska liðið sex stig í heimaleikjum gegn Lúxemborg og Liechtenstein gæti opnast gluggi til að ná öðru sætinu í riðlinum.

„Við höfum ekki verið að ræða það í hópnum, það særði leikmannahópinn hvernig fór gegn Lúxemborg úti. Það sást hvernig menn komu til baka gegn Bosníu, það var karakter. Það er það sem þetta lið er þekkt fyrir.“

„Það er mikilvægt að tengja saman sigra og það tekst er leikur gegn Liechtenstein heim þar sem mögulega er hægt að tengja saman þrjá sigurleiki þá. Góðar frammistöður og sigrar gefa okkur mikið þá inn í nóvember gluggann og þá mögulega í umspil í mars ef hitt næst ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust