Ísland mætir Lúxemborg á föstudag og Liechtenstein þremur dögum síðar í undankeppni EM 2024. Liðið þarf nauðsynlega að vinna báða leiki, en sá fyrri gegn Lúxemborg tapaðist illa ytra á meðan stór sigur gegn Liechtenstein varð niðurstaðan.
„Leikurinn leggst virkilega vel í mig. Við ætlum að hefna fyrir leikinn úti og eru með mótiveraðir til að gera það. Það muna allir eftir þessum leik. Eðlilega er það í hausnum á okkur að svara fyrir það.“ sagði Kolbeinn við 433.is í dag.
Kolbeinn lék sína fyrstu keppnisleiki í síðasta mánuði og heillaði mikið.
„Ég var ánægður með mig síðast. Mér fannst ég komast vel frá mínum fyrsta landsleik síðast þó leikurinn hafi verið lélegur hjá liðinu. En ég ætla að byggja ofan á það.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.