Arna Sif Ásgrímsdóttir landsliðskona býst við hörkuleik gegn Wales í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni á föstudag.
Um fyrri leik Íslands í þessum landsliðsglugga er að ræða en eftir helgi mætir liðið Þjóðverjum.
„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Við fórum yfir þær í dag og þetta er hörkulið en við eigum klárlega möguleika. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Arna við 433.is um komandi leik gegn Wales.
Arna Sif
„Ég held að þetta verði mikill baráttuleikur. Þær lifa svolítið á seinni boltum og pressa mikið. Það eru læti í þeim.Við þurfum að standast það og nýta okkur plássin sem þær skilja eftir sig.“
Arna er hrifin af Þjóðadeildinni sem er ný af nálinni í kvennaflokki.
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Það er gaman að fá fleiri verkefni og koma aftur saman.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.