Everton 0 – 1 Arsenal
0-1 Leandro Trossard(’69)
Seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á Goodison Park í Liverpool.
Það var engin frábær skemmtun í fyrri leiknum er Chelsea gerði markalaust jafntefli við Bournemouth.
Í síðari leik dagsins mættust Everton og Arsenal þar sem aðeins eitt mark var skorað.
Leandro Trossard var hetja Arsenal í þessum leik en hann kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik.
Gabriel Martinelli meiddist og kom Trossard við sögu og tryggði hann sigurinn svo á 69. mínútu.