Jose Mourinho stjóri Roma reynir nú að klófesta Romelu Lukaku þegar enginn virðist vilja snerta á framherjanum knáa.
Lukaku æfir með varaliði Chelsea þar sem hann er ekki í neinum plönum þar í vetur.
Inter vildi fá Lukaku aftur á láni en þegar upp komst um viðræður hans við Juventus, hætti félagið við.
Juventus hefur svo ekki efni á Lukaku eins og staðan er og stuðningsmenn félagsins vilja ekki sjá hann.
Lukaku var keyptur til Manchester United árið 2017 þegar Mourinho var stjóri liðsins og áttu þeir gott samstarf.
Roma myndi vilja fá Lukaku á láni en Chelsea keypti framherjann á 100 milljónir punda fyrir tveimur árum.