Bernardo Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City um eitt ár.
Portúgalinn átti frábært síðasta tímabil þegar City vann þrennuna eftirminnilega. Einhverjir stuðningsmenn City óttuðust hins vegar að hann gæti farið í sumar eftir orðróma um að Barcelona og Paris Saint-Germain hefðu áhuga.
Svo verður ekki og gildir nýr samningur Silva til ársins 2026.
Hinn 29 ára gamli Silva hefur verið á mála hjá City síðan 2017 en hann kom frá Monaco fyrir 43 milljónir punda.
2️⃣0️⃣2️⃣6️⃣ 🙌
— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023