Samkvæmt enskum götublöðum í dag er Sheik Jassim að ganga frá kaupum á Manchester United og verða kaupin kláruð í október.
Söluferli Manchester United hófst í nóvember og síðan þá hefur Glazer fjölskyldan rætt við ýmsa aðila.
Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe hafa verið að ræða við Glazer fjölskylduna um langt ferli.
Ensk blöð segja að Sheik Jassim borgi 6 milljarða punda fyrir United en það er sá verðmiði sem Glazer fjölskyldan hefur verið að sækjast eftir.
Konungsfjölskyldan í Katar er á bak við tilboðið og virðist allt stefna í það að hún eignist United á næstu mánuðum.