fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Valtýr botnar ekki í viðveru Heimis: Bendir á atvik fyrr í sumar og baunar á KSÍ – „Erum við í bananalýðveldi?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson var sínu liði, ÍBV, til halds og trausts í síðasta leik gegn Stjörnunni á laugardag. Hann var þó ekki á leikskýrslu. Valtýr Björn Valtýsson tók þetta fyrir í hlaðvarpi sínu og botnar ekki í línunni sem KSÍ setur í þessum efnum.

Heimir, sem er auðvitað fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var áður í ráðgjafahlutverki hjá ÍBV en tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka í fyrra.

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var í banni í leiknum gegn Stjörnunni, sem tapaðist 0-2, en var Heimir á hliðarlínunni.

„Ég ætla að spyrja Elías Inga (fjórða dómara í leiknum) beint út: Hvað ert þú að horfa á? Ertu ekkert að líta í kringum þig? Er þetta mismunandi eftir því hvaða lið á við?“ segir Valtýr í hlaðvarpinu Mín Skoðun.

Valtýr segir að sömu reglur verði að gilda um alla.

„Ég held það skipti máli hver á í hlut. Um daginn gleymdist að setja aðstoðarþjálfarann á skýrslu í einum leik. Það mátti ekki bæta honum á skýrslu og hann var rekinn upp í stúku. Það var miklu minna lið, Fram. Þetta var Raggi Sig í leiknum á móti FH.“

Valtýr telur að vinsældir Heimis hafi óneitanlega haft áhrif á laugardag.

„Heimir Hallgrímsson nýtur gríðarlegrar virðingar á Íslandi. Það þorir enginn að andmæla honum. Hann er topprengur, ég er ekkert að lasta Heimi, alls ekki. Ég er að tala um vinnubrögð KSÍ.

Erum við í bananalýðveldi? Eru engar reglur þarna niðri? Af hverju erum við ekki með neinar reglur þarna? Þú kemur til Norðurlandanna og það eru grjótharðar reglur, hverjir mega vera þarna niðri, hverjir mega fara inn á völlinn eftir leik og hverjir ekki. En við, bananaþjóðin, það er bara allt frjálst. Það er munur á því hvort það er Jón eða Séra Jón.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur maður breytti útliti sínu eftir ummæli dóttur sinnar – Mynd

Heimsfrægur maður breytti útliti sínu eftir ummæli dóttur sinnar – Mynd
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Í gær

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik