Al Ittihad er að undirbúa tilboð í Fabinho, miðjumann Liverpool. The Athletic segir frá.
Eins og allir vita hafa Sádar látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og sótt fjöldan allan af stjörnum.
Al Ittihad er ríkjandi meistari og þegar með menn eins og N’Golo Kante og Karim Benzema innanborðs.
Nú vill félagið bæta Fabinho við og er að undirbúa 40 milljón punda tilboð í hann.
Fabinho á þrjú ár eftir af samningi sínum við Liverpool og vill félagið ekki missa hann nema finna nýjan mann í hans stað. Þar hefur Romeo Lavia verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur arftaki. Hann er á mála hjá Southampton.
Annars er það að frétt af miðjumönnum Liverpool að Jordan Henderson er sterklega að íhuga að fara til Al-Ettifaq í Sádí, en Steven Gerrard stýrir liðinu.
Fabrizio Romano segir nú í morgunsárið að Liverpool vilji 10 milljónir punda fyrir fyrirliða sinn en Al-Ettifaq vill fá hann á frjálsri sölu.