Telegraph segir frá því að Harry Kane fyrirliði Tottenham hafi lítinn áhuga á að framlengja samning sinn við félagið.
Það er þrátt fyrir það að Daniel Levy, stjórnarformaður, Tottenham sé klár í að hækka launin hans all hressilega.
Þannig er Kane með 200 þúsund pund á viku í dag en ensk blöð segja Levy kláran í að bjóða honum 400 þúsund pund á viku. 70 milljónir króna á viku gætu heillað Kane sem yrði næst launahæsti leikmaður ensku deildarinnar.
Telegraph segir þó að Kane sé ekki spenntur eins og staðan er í dag. Hann mætir til æfinga í dag og mun þá funda með félaginu um stöðuna.
FC Bayern hefur lagt fram tvö tilboð í Kane sem hefur verið hafnað en Kane hefur einnig verið sterklega orðaður við Manchester United.