fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Sakar KSÍ um að skýla sumum en öðrum ekki – „Þaðan lægi leiðin á Litla-Hraun“

433
Föstudaginn 9. júní 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Arnar Gunnlaugsson fer ekki í bann fyrir viðtal sitt eftir leik Víkings gegn Breiðabliki fyrir viku síðan. Sitt sýnist hverjum um það.

Liðin mættust í Bestu deild karla og fór leikurinn 2-2. Víkingur missti niður tveggja marka forystu og var mikill hiti eftir leik. Þá lét Arna dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það í viðtali sem hefur verið á allra vörum.

Margir veltu því upp hvort KSÍ tæki málið upp og dæmdi Arnar í bann. Svo verður ekki. Málið var rætt í Þungavigtinni.

„Við dýrkum Arnar Gunnlaugsson en við þurfum að þora að spyrja gagnrýninna spurninga. Er verið að opna flóðgátt fyrir þjálfara að urða yfir dómara og sleppa með það?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason.

Kristján Óli Sigurðsson tók til máls.

„Ef nafni hans Grétarsson hefði sagt þetta á Hlíðarenda eftir einhvern leik sem Valur tapaði stigum í væri sennilega búið að járna hann og fara með hann niður á hverfisgötu. Þaðan lægi leiðin á Litla-Hraun. Ég er nokkuð viss um það.“

Mikael Nikulásson segir viðtal eins og við Arnar sleppa en menn þyrftu að passa sig að ganga ekki enn lengra.

„Núna vita þeir að þeir mega ganga svona langt. En ekki vera að vaða í manninn og fjölskylduna hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mætt til leiks með því markmiði að meiða einhvern: Einn sást á hækjum eftir viðureignina – ,,Skrúfurnar voru löglegar“

Mætt til leiks með því markmiði að meiða einhvern: Einn sást á hækjum eftir viðureignina – ,,Skrúfurnar voru löglegar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brjálaður út í VAR eftir tapleikinn: ,,Allir eru í sjokki“

Brjálaður út í VAR eftir tapleikinn: ,,Allir eru í sjokki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn
433Sport
Í gær

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“