fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Rúnar Alex búinn að taka samtalið við Arsenal – „Nenni ekki að eyða orku í það núna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júní 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson segir íslenska landsliðsmenn gera sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 eftir rúma viku. Hann ræddi við 433.is fyrir æfingu í Laugardalnum í dag.

Ísland hefur hingað til tapað gegn Bosníu og gert jafntefli við Liechtenstein í undanriðlinum.

„Þetta er rosalega mikilvægur leikur fyrir okkur ef við viljum vera með í baráttunni um að komast á EM til loka,“ segir Rúnar.

Markvörðurinn segir nýjan landsliðsþjálfara, Age Hareide, ekki komið með miklar áherslubreytingar hingað til.

„Hann mun breyta einhverju og laga eitthvað. Enn sem komið er hafa þetta verið skemmtilegar æfingar en við förum örugglega í meiri taktík og ég leyfi mér að segja leiðinlegri æfingar í næstu viku.“

Rúnar er á mála hjá enska stórliðinu Arsenal en hefur verið lánaður út undanfarin tvö tímabil. Hann var hjá Alanyaspor í Tyrklandi í vetur.

„Ég er mjög ánægður með tímabilið, spilaði alla leiki og gekk vel. Við bjuggumst kannski við meiru sem lið en persónulega er ég mjög ánægður með þetta.

Ég er búinn að því (að ræða við Arsenal) en það er enn óljóst hvað verður. Ég ætla að einbeita mér að landsleikjunum núna og reyna svo að fá einhver svör. Það gæti breyst fram í júlí/ágúst en ég nenni ekki að eyða orku í það núna.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
Hide picture