fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

11 ára gömul ummæli Wenger áhugaverð í ljósi stöðunnar – Segja Arsenal reyna að komast hjá því að sagan endurtaki sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska blaðið Telegraph fjallar um stefnu Arsenal í samningamálum leikmanna í áhugaverðri grein.

Stærsta stjarna Arsenal, Bukayo Saka, krotaði undir nýjan samning við félagið í gær, en samningurinn sem áður var í gildi átti að renna út eftir ár.

Þá hafa þeir Gabriel Martinelli og Aaron Ramsdale, lykilmenn Arsenal, skrifað undir nýja samninga nýlega.

Vonir standa einnig til um að William Saliba og Martin Ödegaard skrifi undir nýja samninga á Emirates.

Arsenal er með yngsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en leiddi kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn lengi vel á leiktíðinni, áður en Manchester City skaust fram fyrir þá í restina. Það á greinilega að reyna á titilbaráttuna aftur og tryggja það að bestu leikmenn verði áfram.

Í grein Telegraph er skrifað um að Arsenal sé að koma í veg fyrir að saga fortíðarinnar endurtaki sig. Á tíma Arsene Wenger fóru lykilmenn nefnilega reglulega frá félaginu.

„Þú vissir hvað bjó í liðinu og hugsaðir: Jæja, gerum þetta saman. Svo fór hluti liðsins, stundum eftir 5-6 ára vinnu. Það er pirrandi og þú þarft að byrja upp á nýtt,“ sagði Wenger í viðtali árið 2012.

„Að missa leikmenn eins og Van Persie, Fabregas, Nasri og Song á tveimur árum. Þarna fara svo miklir hæfileikar. Auðvitað verður maður áhyggjufullur,“ sagði Frakkinn einnig.

Það lofar þó góðu fyrir Arsenal að nú eru lykilmenn að framlengja hver á fætur öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“