fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

11 ára gömul ummæli Wenger áhugaverð í ljósi stöðunnar – Segja Arsenal reyna að komast hjá því að sagan endurtaki sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska blaðið Telegraph fjallar um stefnu Arsenal í samningamálum leikmanna í áhugaverðri grein.

Stærsta stjarna Arsenal, Bukayo Saka, krotaði undir nýjan samning við félagið í gær, en samningurinn sem áður var í gildi átti að renna út eftir ár.

Þá hafa þeir Gabriel Martinelli og Aaron Ramsdale, lykilmenn Arsenal, skrifað undir nýja samninga nýlega.

Vonir standa einnig til um að William Saliba og Martin Ödegaard skrifi undir nýja samninga á Emirates.

Arsenal er með yngsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en leiddi kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn lengi vel á leiktíðinni, áður en Manchester City skaust fram fyrir þá í restina. Það á greinilega að reyna á titilbaráttuna aftur og tryggja það að bestu leikmenn verði áfram.

Í grein Telegraph er skrifað um að Arsenal sé að koma í veg fyrir að saga fortíðarinnar endurtaki sig. Á tíma Arsene Wenger fóru lykilmenn nefnilega reglulega frá félaginu.

„Þú vissir hvað bjó í liðinu og hugsaðir: Jæja, gerum þetta saman. Svo fór hluti liðsins, stundum eftir 5-6 ára vinnu. Það er pirrandi og þú þarft að byrja upp á nýtt,“ sagði Wenger í viðtali árið 2012.

„Að missa leikmenn eins og Van Persie, Fabregas, Nasri og Song á tveimur árum. Þarna fara svo miklir hæfileikar. Auðvitað verður maður áhyggjufullur,“ sagði Frakkinn einnig.

Það lofar þó góðu fyrir Arsenal að nú eru lykilmenn að framlengja hver á fætur öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð