Kasper Schmeichel gæti verið á förum frá Nice strax í sumar ef marka má nýjustu fréttir.
Hinn 36 ára gamli Schmeichel gekk í raðir franska félagsins frá Leicester síðasta sumar og gerði þriggja ára samning.
Hann hefur spilað 43 leiki í öllum keppnum og er fastamaður.
Þrátt fyrir þetta gæti Schmeichel farið í sumar.
Samkvæmt L’Equipe eru liðsfélagar hans þreyttir á því hvernig hann æfir og þá er starfsliðið ekki sátt með hversu lítill leiðtogi Schmeichel er.
Schmeichel kýs oft frekar að gera æfingar einn en að vera í hóp. Þetta pirrar marga hjá Nice.
Þá er hann sagður eiga í stríði við annan markvörð Nice, Marcin Bulka. Það þykir ljóst að annar þeirra fari í sumar.