Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, gæti verið að snúa aftur í starf stuttu eftir brottrekstur.
Potter var rekinn frá Chelsea fyrr á þessu ári en hann hafði tekið við af Thomas Tuchel á þessu tímabili.
Potter náði frábærum árangri með Brighton áður en hann var ráðinn til Chelsea þar sem gengið var ansi slæmt.
Nú er Englendingurinn líklega á leið til Frakklands en miðillinn Nice-Matin fullyrðir þær fréttir.
Nice í efstu deild Frakklands hefur haft samband við Potter en félagið er í eigu Englendingsins Sir Jim Ratcliffe.
Það væri ekki nýtt fyrir Potter að vinna erlendis en hann hefur áður starfað í Svíþjóð og gerði magnaða hluti þar með Östersunds.