Salim Kouider-Aïssa, knattspyrnumaður í Skotlandi er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konus em var sofandi.
23 ára kona segist hafa vaknað við það að Salim Kouider-Aïssa var komin með hönd sína inn á sig.
Meint atvik átti sér stað í Kirkintilloch, East Dunbartonshire, í október árið 2021.
Málið er nú fyrir dómi en leikmaðurinn lék fyrir Airdrie at Alloa á þessum tíma. „Ég vaknaði upp í áfalli, ég fór ein í rúmið og var í áfalli að hafa einhvern fyrir aftan mig,“ sagði konan fyrir dómi.
„Ég öskraði á hann hvað hann væri að gera og hann sagðist hafa haldið að ég væri vakandi. Ég vissi ekki hvað átti að gera, hann náði í vinkonu mína fyrir mig.“
Salim Kouider-Aïssa var í gleðskap með vinum sínum þegar konan og vinkona hennar komu en hann fór snemma úr húsinu til að fara á æfingu.