Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.
Í upphafi þáttar var Guðlaugur beðinn um að draga upp mynd af íþróttaferli sínum.
„Það þekkja mig of margir til að ég geti sagt eitthvað sem hljómar vel,“ svaraði Guðlaugur þá. „Hann var áhugaverður, ég hafði mjög gaman að þessu og spilaði með meistaraflokki Skallagríms í fótbolta.
Það verður auðvitað að segjast að það sem stendur upp úr er þegar að ég skoraði fallegasta markið á Akureyravelli árið 1986.“
Guðlaugur hitti dómara leiksins um kvöldið og sá staðfesti það.
„Hann sagðist vera búinn að vera í þessum bransa lengi og hef aldrei séð svona fallegt mark.“
Guðlaugur segir markið hafa átt rætur sínar í skoti lengst fyrir utan vítateig, boltinn fór beinustu leið upp í samskeytin.
„Markvörðurinn átti ekki séns. Ef við hefðum ekki tapað 13-0, þá væri þetta bara rosalega gott.“
Nánari umræðu um íþróttaferil Guðlaug Þórs má sjá hér fyrir neðan: