Athony Gordon, leikmaður Everton, hefur verið sterklega orðaður við Newcastle undanfarið.
Kappinn er aðeins 21 árs gamall og þykir mikið efni. Hann getur spilað á köntunum og fyrir aftan framherja.
Á þessari leiktíð hefur Gordon spilað sextán leiki Everton í ensku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk.
Hins vegar vill Everton 60 milljónir punda fyrir hann og er ólíklegt að Newcastle gangi að þeim kröfum.
Það er Telegraph sem segir frá þessu en miðillinn heldur því einnig fram að Newcastle sé með plan b.
Það er Hakim Ziyech hjá Chelsea. Hann er ekki að eiga sitt besta tímabil á Stamford Bridge og gæti farið.
Talið er að hann yrði töluvert ódýrari kostur en Gordon.