Samir Nasri segir fótboltann hafa breyst mikið á síðustu árum.
Frakkinn lagði skóna á hilluna árið 2021. Hann lék síðast með Anderlecht í Belgíu.
Nasri er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
„Fótbolti var miklu tæknilegri. Ég er ekki að tala um tímann sem ég spilaði á heldur aðeins fyrr,“ segir Nasri.
Hann segir skorta að leikmenn fái að taka eigið frumkvæði.
„Leikmenn fengu meira að tjá sig þá heldur en nú. Núna spila leikmenn í kerfum þar sem þeir halda sig í einni stöðu. Við höfum tapað persónutjáningunni.“
Nasri lék á sínum tíma 41 A-landsleik fyrir hönd Frakka.