Gabriel Martinelli er að eiga gott tímabil með Arsenal. Hefur það vaki athygli annara félaga.
Hinn 21 árs gamli Martinelli hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í átta úrvalsdeildarleikjum með Arsenal á þessari leiktíð. Hann hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliðinu og er orðinn lykilmaður í sóknarleik liðsins.
Samkvæmt Daily Mail hefur Chelsea áhuga á Brasilíumanninum og fylgist með gangi mála hjá honum.
Martinelli hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2019. Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2024. Arsenal þarf því að leggja mikið kapp á að semja við hann næsta sumar, ætli félagið sér að halda honum.
Martinelli er ekki eini leikmaðurinn sem er að renna út á samningi hjá Arsenal 2024. Það gera Bukayo Saka og William Saliba.
Hins vegar kom fram fyrr í dag að Lundúnafélagið væri vongott um að gera nýja samninga við báða leikmenn.