fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
433Sport

Magnús biðst afsökunar á að hafa krafið stjórn KSÍ um afsögn – „Auðvitað áttu allir að anda djúpt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk gerir mistök. Það er kallað að vera mannlegur,“ svona hefst pistill sem Magn­ús Björn Ás­gríms­son, for­mað­ur knatt­spyrn­u­deild­ar Leikn­is Fáskrúðsfirði þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa krafist þess að stjórn KSÍ segði af sér.

Stjórnin sagði starfi sínu lausu fyrir rúmri viku, sambandið hefur verið sakað um að hylma yfir og þagga niður meint brot landsliðsmanna í knattspyrnu. Féll stjórnin og sagði formaðurinn, Guðni Bergsson af sér vegna málsins.

Leiknir Fáskrúðsfirði var eitt þeirra félaga sem krafðist þess að stjórnin segði af sér en Magnús sér eftir því í dag. „Ég setti nafnið mitt (og Leiknis) undir bréf frá ,,neðrideilda félögum” til stjórnar KSÍ, sem í raun fól í sér kröfu um brotthvarf stjórnarinnar í heild, með hraði. Það var heimska. Og algjörlega ómaklegt. Þetta fólk hefur starfað af heilindum og ósérhlífni fyrir knattspyrnuhreyfinguna, flest í áratugi. “

„Stjórn KSÍ er skipuð fulltrúum aðildarfélaganna, kosnum á ársþingum og þar standa þeir skil á störfum sínum og stöðu mála hjá sambandinu. Og vel að merkja stjórnarstörfin eru ólaunuð. Auðvitað áttu allir að anda djúpt og vinna þessi mál betur og mæta síðan til hefðbundins knattspyrnuþings í febrúar.“

Magnús birtir svo póst sem hann sendi stjórn KSÍ sem lætur af störfum í október.

Kæru stjórnarmenn,
Langar að biðja ykkur afsökunar á að hafa sett mitt nafn (og UMF Leiknis) undir bréf ,,neðrideildarfélaga” með kröfu um aukaþing sambandsins.
Þar hjó sá er hlífa skyldi. Ég held að ég hafi ekki séð jafn mikið eftir neinni ákvörðun á þeim tæpa aldarfjórðungi sem ég hef starfað fyrir UMF Leikni.
Jafnframt þakka ég fyrir ykkar ómetanlega framlag til íslenskrar knattspyrnu og vona að einhver ykkar og helst sem flest, gefið kost á ykkur til áframhaldandi stjónarsetu eftir aukaþingið.
Með knattspyrnukveðju,
Magnús Ásgrímsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær lifir á lyginni og virðist halda starfinu

Solskjær lifir á lyginni og virðist halda starfinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn United búnir að missa trú á Solskjaer og starf hans sagt í verulegri hættu

Leikmenn United búnir að missa trú á Solskjaer og starf hans sagt í verulegri hættu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnór Ingvi og félagar unnu Stuðningsmannaskjöldinn – „Við erum hvergi nærri hættir“

Arnór Ingvi og félagar unnu Stuðningsmannaskjöldinn – „Við erum hvergi nærri hættir“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho hefur áhuga á fyrrverandi leikmanni Arsenal

Mourinho hefur áhuga á fyrrverandi leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær
433Sport
Í gær

Eiður Smári rýnir í stöðuna hjá gömlum félaga: „Held því miður að þetta sé bara búið“

Eiður Smári rýnir í stöðuna hjá gömlum félaga: „Held því miður að þetta sé bara búið“
433Sport
Í gær

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Ronaldo í sárum og sendir frá sér yfirlýsingu: „Þetta er okkur að kenna“

Ronaldo í sárum og sendir frá sér yfirlýsingu: „Þetta er okkur að kenna“