fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
433Sport

Guardiola hrósar Scott Carson í hástert – alvöru leiðtogi

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 20:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola hefur hrósað markverðinum Scott Carson í hástert. Hinn 35 ára gamli markvörður skrifaði undir eins árs samning við Man City í sumar en hann hefur verið á láni hjá félaginu undanfarin tvö tímabil. Samningur hans hjá Derby County rann út í sumar en Guardiola segir hann mikilvægan hluta af liðinu þó hann hafi aðeins leikið einn leik síðan hann gekk til liðs við félagið.

Fólk veit það eflaust ekki en hann er alvöru leiðtogi fyrir okkur,“ sagði Guardiola eftir lokaleik City gegn Newcastle á síðasta tímabili.  „Hann segir blátt áfram hvað honum finnst, hann hefur mikla reynslu, hann hefur verið frábær í búningsklefanum hjá stórum liðum. Hann er frábær manneskja.“

Carson sagði í viðtali á heimasíðu City  „Það eru forréttindi að vera hluti af þessu félagi. Það er frábært að vinna með Pep og þjálfarateyminu og mér finnst ég hafa lært heilmikið síðan ég kom árið 2019. Strákarnir buðu mig strax velkomna og ég notið hverrar einustu sekúndu síðan ég kom fyrir tveimur síðan. Það var auðveld ákvörðun fyrir mig að vera áfram. Mig langar að keppa við hina markverðina og sjá til þess að reynsla mín hafi áhrif á þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmanni Brentford líkt við Didier Drogba

Leikmanni Brentford líkt við Didier Drogba
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á lokaþátt Lengjumarkanna: Leikmaður ársins mætir – Lið ársins opinberað

Horfðu á lokaþátt Lengjumarkanna: Leikmaður ársins mætir – Lið ársins opinberað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aftakaveður þegar stelpurnar hefja leik í undankeppni HM

Aftakaveður þegar stelpurnar hefja leik í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

De Gea snéri við taflinu í gær eftir hörmungar síðustu ára

De Gea snéri við taflinu í gær eftir hörmungar síðustu ára