fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
433Sport

Kári í áhættuhópi þegar kemur að COVID-19 – Fer ekki til Bandaríkjanna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason varnarmaður Víkings hefur dregið sig út úr landsliðshópi Íslands sem er að fara til Bandaríkjanna á morgun. Þetta kom fram á Stöð2 Sport í kvöld. Landsliðið mætir Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í æfingarleikjum á næstu dögum en hópur Arnars Þórs Viðarssonar heldur út á morgun.

Varnarmaðurinn var í upphaflega hópnum en Kári hefur dregið sig út, hann er með undirliggjandi sjúkdóm og í áhættuhópi þegar kemur að COVID-19 veirunni.

„Það var planið að fara, það er flóknara mál. Það lítur ekki út fyrir það að ég fari,“ sagði Kári á Stöð2 Sport eftir jafntefli Víkinga við Fylki.

Kári er með astma og ef hann fær COVID-19 veiruna gæti tímabilið með Víkingi verið á enda. Tímabili er líklega hans síðasta í fótbolta

„Ég er í áhættuhópi, er með astma,“ sagði Kári um málið á Stöð2 Sport.

„Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“

Kári er 38 ára gamall en hann hefur verið einn allra besti leikmaður íslenska landsliðsins um langt skeið. Athygli vekur að Kári fær engan forgang í bólusetningu en Daði og Gagnamagnið sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovison fékk forgang

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd