fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sögulegur samningur við Kaleo sem koma með fjármuni í heimabæinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 17:22

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar lengst til hægri. Mynd: Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosfellska hljómsveitin KALEO mun næstu tvö árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Afturelding mun í sumar leika í Lengjudeildinni í knattspyrnu og merki KALEO mun vera framan á treyjum liðsins.

Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO á aðdáendur úti um allan heim og búast má við að Aftureldingar treyjur með merki KALEO muni seljast í öllum heimshornum í sumar.

Þrír af meðlimum KALEO spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og stórsöngvarinn Jökull Júlíusson var liðtækur leikmaður áður en hann hætti eftir 3. flokk til að einbeita sér að tónlistinni. KALEO gaf í síðustu viku út nýja plötu ,,Surface Sounds“.

,,Tengingin við Mosfellsbæ er alltaf óendanlega sterk og við höfum alltaf fundið fyrir miklum stuðning frá sveitungum okkar. Þetta er því frábært tækifæri til að gefa til baka og einfaldlega heiður að starfa með mínu uppeldisfélagi! Það hefur verið ótrúlega gaman að sjá félagið vaxa síðustu ár og verður gaman að fylgjast með framhaldinu,“ segir Jökull Júlíusson.

Gísli Elvar Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Aftureldingu segir: ,,Það er algjörlega frábært sjá KALEO styðja við liðið sitt með þessum hætti og gera við okkur flottan styrktarsamning. Það er mikil tenging á milli Aftureldingar og KALEO og meðal annars er lag frá þeim er alltaf spilað undir þegar liðið gengur inn á Fagverksvöllinn. Svo er ekki verra að liðið spili í svölustu treyju landsins og þó víðar væri leitað a.m.k. næstu tvö árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað