fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fimm leikmenn Liverpool sem hefðu getað farið til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 20:15

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjandskapur á milli Liverpool og Manchester United nær langt aftur. Þessi lið hafa barist á vellinum, barist um titla og einnig barist á leikmannamarkaðnum. Mirror tók saman skemmtilegan lista yfir fimm leikmenn Liverpool sem hefðu getað farið allt aðra leið á sínum tíma.

Roberto Firmino

Talið er að Man Utd hafi verið fyrsta liðið til að sýna Firmino áhuga er hann lék með Hoffenheim árið 2015. United ákvað að bíða með að ræða við leikmanninn þar til hann kláraði Suður-Ameríkukeppnina með Brasilíu það sumarið. Æðstu menn Liverpool réðu á vaðið og flugu til Chile, þar sem keppnin var haldin, og tóku forskot á Man Utd í viðræðum við leikmanninn. Firmino var að lokum keyptur til Liverpool fyrir 29 milljónir punda. Hann reyndist mjög góð kaup, var lykilmaður í liði Liverpool sem vann Meistaradeildina árið 2019 og ensku úrvalsdeildina ári síðar.

Fabinho

Fabinho var sterklega orðaður við Man Utd árið 2018. Það var þó Liverpool sem fékk þennan leikmann, sem þá lék með Monaco, á endanum til sín. Fabinho hefur síðar viðurkennt að rætt hafi verið við Man Utd en opinbert tilboð hafi þó aldrei borist. Fabinho hefur, líkt og Firmino, unnið Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina með Liverpool.

Sadio Mane

Mane var virkilega nálægt því að semja við Manchester United árið 2016. Hann fór meira að segja í viðræður við liðið og ræddi við Louis van Gaal, þáverandi stjóra liðsins. ,,Þeir buðu mér tilboð, en í sömu viku hringdi (Jurgen) Klopp í mig,“ hefur Mane síðar sagt um málið.

Virgil van Dijk

Stjórnarmenn Man Utd hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki gert betur í tilraunum sínum til að sækja van Dijk. Þeir höfðu áhuga á honum en þegar þeir ætluðu loks að aðhafast og hefja viðræður var leikmaðurinn nú þegar búinn að klára læknisskoðun hjá Liverpool.

Takumi Minamino

Aftur má gagnrýna æðstu menn hjá United hér. Þeir hreinlega vissu ekki af því að klásúla væri í samningi Minamino sem gerði honum kleift að yfirgefa RB Salzburg, þar sem hann lék á þeim tíma, fyrir aðeins 7,25 milljónir punda. Liverpool reiddi þessa upphæð fram í Janúar 2020. United-menn geta þó huggað sig við það að Minamino hefur látið lítið fyrir sér fara í Bítlaborginni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað