fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Berglind Björg skoraði – Sveindís alvarlega meidd?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 19:16

Sveindís Jane í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark Le Havre er liðið steinlá gegn meistaraliði Lyon, 5-1, í efstu deild Frakklands í dag. Þá fór Sveindís Jane Jónsdóttir illa meidd af velli í sigri Kristianstad gegn Vaxjö í Svíþjóð.

Le Havre, sem er langneðst í deildinni, átti lítinn möguleika gegn Lyon. Með marki sínu minnkaði Berglind muninn í 2-1 en meistararnir áttu eftir að svara með þremur mörkum til viðbótar.

Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Le Havre í vörninni ásamt Andreu Hauksdóttur, sem spilar á miðjunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon, var ekki með í kvöld. Hún á von á barni og verður á Íslandi næstu mánuði.

Það var Íslendingaslagur í Svíþjóð þegar Vaxjö tók á móti Kristianstad. Lokatölur urðu 0-1 fyrir gestina.

Sveindís Jane var borin af velli illa meidd í lok fyrri hálfleiks. Hún virtist sárþjáð. Ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru að svo stöddu. Sif Atladóttir kom inn á fyrir Kristianstad þegar rúmar 10 mínútur lifðu leiks. Andrea Mist Pálsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Vaxjö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað