fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Vill að Manchester United gefi allt til þess að fá Haaland – „Vertu leikmaðurinn sem kemur aftur með titla til Manchester United“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. mars 2021 20:43

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að sitt gamla félag verði að kaupa framherjann Erling Braut Haaland, sama hvað það kostar. Ferdinand lét þessi orð falla í YouTube þætti sínum Vibe with five.

Haaland hefur slegið í gegn síðan að hann gekk til liðs við Dortmund frá RB Salzburg í janúar árið 2020.

Haaland hefur spilað 48 leiki fyrir Dortmund, skorað 47 mörk og gefið 11 stoðsendingar.

„Þeir bara verða að gera allt til þess að fá Haaland. Ég er ekki mikið fyrir það að tala um möguleg félagsskipti leikmanna en þessi maður! Við getum ekki leyft honum að fara neitt annað,“ sagði Rio Ferdinand, sem er dyggur stuðningsmaður síns gamla félags, Manchester United.

Ferdinand telur fullvíst að næsta skref Haaland á ferlinum verði tekið í Englandi, eina óvissan er í kringum það hjá hvaða liði hann tekur þau skref.

„Eini áfangastaður hans er England, það er eina landið sem hann mun fara til, ég yrði svo hissa ef hann færi einhvert annað.“

„Hann er fæddur hér og ólst upp hér. Hann elskar greinilega enska knattspyrnu og pabbi hans spilaði hér. Ég er viss um að það sé draumur hans að spila á Englandi og afhverju þá ekki hjá Manchester United?“ 

Það var líkt og Ferdinand væri að biðla til Haaland um að velja Manchester United.

„Afhverju ekki í rauðu treyjunni á Old Trafford? Vertu leikmaðurinn sem kemur aftur með titla til Manchester United,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Í gær

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar