Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United er fluttur úr Manchester borg og er nú alfarið staðsettur í Lundúnum.
Ráðist var á heimili Woodward í úthverfi Manchester á síðasta ári, reiðir stuðningsmenn mættu þá fyrir utan heimili hans og voru með læti.
Woodward hefur verið umdeildur í starfi stjórnarformanns félagsins, hann hefur staðið sig vel í að afla tekna en ekki náð að koma liðinu aftur á topp deildarinnar.
Woodward hefur stigið til hliðar þegar kemur að leikmannakaupum félagsins en félagið réð inn yfirmann knattspyrnumála í síðustu viku.
Woodward getur því verið meira á skrifstofu félagsins í London þar sem hann býr nú, þar eru mennirnir sem sjá um fjármál félagsins staðsettir.