Kinglsey Coman leikmaður FC Bayern fær ögn minna útborgað næstu mánaðamót en hann er vanur, ástæðan er sú að hann mætti á Benz bifreið í vinnuna en ekki Audi.
Leikmenn Bayern eiga að keyra um á bílum frá Audi þegar þeir mæta til vinnu, félagið er með stóran samning við Audi sem einnig á hlut í félaginu.
Coman er 24 ára gamall knattspyrnumaður frá Frakklandi en hann hefur áður mætt á Benz bíl og fengið sekt fyrir. Í þetta sinn ók Coman um á Benz G bfreið sem er stór og fallegur jeppi.
Coman er ekki eini leikmaðurinn sem hefur látið góma sig við að keyra um á öðru en Audi en leikmenn fá ekki að leggja á æfingasvæðinu ef þeir mæta á öðrum bíl.
Coman er sagður vilja fara frá Bayern en viðræður hans um nýjan og betri samning hafa ekki borið góðan árangur.