Manchester United hefur gefið eftir 130 þúsund pund til félaga sem eru í vandræðum vegna kórónuveirunnar.
Um er að ræða greiðslur sem United átti að fá fyrir að lána þá Ethan Hamilton, Kieran O’Hara og Joel Pereira.
Þeir félagar voru á láni hjá Bolton, Burton og Hearts en félögin eins og mörg önnur eru í vandræðum.
Um er að ræða 22 milljónir íslenskra króna sem United ætlar ekki að rukka til að hjálpa þeim félögum.
Pereira og O’Hara eru markverðir sem báðir hafa spilað mikið, O’Hara hjá Burton og Pereira hjá Hearts.
United hefur greint frá því að veiran hafi haft gríðarleg áhrif á félagið en félagið getur þó gefið eftir nokkrar milljónir.