fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Var með öll einkenni en var ekki prófaður fyrir COVID-19: Segir fjölskyldur í litlu húsnæði hetjur dagsins í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepe Reina, markvörður Aston Villa telur nánast öruggt að hann hafi verið og sé líklega enn með COVID-19 veiruna.

Ástæðan fyrir því að Reina veit það ekki fyrir víst er að aðeins fárveikir einstaklingar eru prófaðir á Englandi. Hann ræddi við lækni í sima og kveðst hafa verið með öll einkenni.

,,Í síðustu viku var ég með öll einkenni kórónuveirunnar, það voru erfiðir dagar. Ég gerði allt til þess að smita ekki þá sem búa með mér,“ sagði Reina.

,,Hér á Englandi ertu bara prófaður ef þú ert virkilega veikur, það benti allt til þess að ég væri með veiruna. Mér líður vel núna, þetta var erfitt. Það var eins og steypubíll hefði keyrt yfir mig.“

Reina vorkennir sér þó ekki mikið en búið er að setja á útgöngubann á Englandi. ,,Við erum í forréttinda hópi, það er ekki flókið fyrir mig að vera í sóttkví.“

,,Hetjurnar eru þær fjölskyldur sem búa í 70 fermetrum með þrjú börn. Það eru hetjur.“

,,Ég er með stórt hús, garð og það er einfalt að lifa við þær aðstæður. Ég bý í lokuðu hverfi og það eru fimm hús til viðbótar hérna, við getum farið út og tekið æfingu án þess að rekast á neinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“