Benjamin Mendy bakvörður Manchester City fékk þau skilaboð frá Pep Guardiola, að slaka á er varðar færslur á samfélagsmiðlum.
Mendy er afar duglegur að grína og glensa á samfélagsmiðlum, Guardiola finnst það stundum of mikið.
,,Hann sagði mér að slaka á, hann sagði mér að það væri eðlilegt að vera á samfélagsmiðlum en ekki of mikið,“ sagði Mendy um fund sinn með Guardiola.
,,Fólk er alltaf að bíða eftir mistökum, þrátt fyrir að það sé ekki mikið þá er gert stórmál úr þessu.“
,,Það var Twitter færsla þar sem ég sagðist vera í Hong Kong, svo fékk ég símtal frá félaginu. Ég var í Barcelona í endurhæfingu, þetta var grín en allt varð vitlaust. Stundum hugsa ég ekki þegar ég set eitthvað inn. Ég hugsa aðeins meira í dag.“