Fimmtudagur 27.febrúar 2020
433Sport

Þetta er vélin sem Sala var um borð í: Bókaði flugið sjálfur – Furðuleg ákvörðun segir flugmaður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alastair Rosenschein fyrrum flugmaður segir í samtlali við enska fjölmiðla, að það hafi ekki verið skynsamlegt að fara yfir hafið á eins hreyfils flugvél. Emiliano Sala er enn saknað en flugvél með hann og flugmanni hvarf á sunnudag.

Ekkert hefur spurst til vélarinnar eða þeirra sem voru um borð í vélini, Sala var á leið frá Nantes til Cardiff.

Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.

Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar. Cardiff hafði boðist að bóka flugvél fyrir Sala sem kaus að gera það sjálfur.

Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 á sunnudag, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af ratsjá sem þeir fylgjast með. Talið er að Sala og flugmaðurinn séu látnir.

,,Þetta er mikil áhætta að fara á þessa leið á eins hreyfils vél, sérstaklega yfir veturinn og að kvöldi til,“ sagði Rosenschein.

,,Það getur komið ísíng, þetta er furðulegt að taka ákvörðun að fljúga yfir vatn á einum hreyfli, að vetri til. Ef vélin drepur á sér þá ferðu í vatnið.“

Þetta er vélin sem Sala fór um borð í

Sala bókaði vélina sjálfur en Cardiff hafði boðist til að bóka hann í áætlunarflug en hann afþakkaði boðið.

,,Við ræddum við leikmanninn og buðumst til að bóka flug fyrir hann, hann vildi gera það sjálfur. Hann hefði þá farið í áætlunarflug,“ sagði Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff.

,,Ég get ekki sagt hver sá um að bóka flugið, við vitum það ekki. Það var ekki Cardiff City.“

Enn er leitað að vélinni og þeim félögum en flestir telja að þeir finnist ekki á lífi.

Meira:
Fyrrverandi kærasta Sala með sturlaða samsæriskenningu um hvarf flugvélarinnar
Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“
Sjáðu myndirnar: Leita að Sala og flugvélinni úti á hafi
Hætt við æfingu Arons Einars og félaga: ,,Við liggjum á bæn og vonumst eftir jákvæðum fréttum“
Fitzgerald stýrir leitinni að liðsfélaga Arons: Telur nánast útilokað að hann sé á lífi
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Raggi Bjarna er látinn

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United skoðar það að kaupa Ísmanninn i framlínu sína

United skoðar það að kaupa Ísmanninn i framlínu sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aubameyang fær tilboð um nýjan samning – Líkur á að Arsenal selji hann í sumar

Aubameyang fær tilboð um nýjan samning – Líkur á að Arsenal selji hann í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hrun enska fótboltans?

Hrun enska fótboltans?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool sparkaði Karius burt en fá hann nú aftur til baka

Liverpool sparkaði Karius burt en fá hann nú aftur til baka
433Sport
Í gær

Neville: Ég sagði ykkur að Salah væri á förum

Neville: Ég sagði ykkur að Salah væri á förum
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Giroud og Caballero

Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Giroud og Caballero