

Nathaniel Clyne, bakvörður Liverpool tók þátt í æfingu liðsins í gærdag.
Hann hefur ekkert spilað með liðinu á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki.
Félagið er nú statt í Marbella á Spáni þar sem þeir æfa eftir leikinn gegn Porto sem lauk með 5-0 sigri Liverpool.
Liðið á næst leik um þar næstu helgi og því ákvað Jurgen Klopp að nýta tímann og æfa í góðu hitastigi.
Þá kíkti Daniel Agger, fyrrum leikmaður liðsins við á æfingu en hann býr á Spáni í dag.
Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


