

Liverpool er sterklega orðað við Alisson, markmann Roma þessa dagana.
Sky Sports greindi frá því í gærdag að félögin væru nú í viðræðum um kaup Liverpool á markmanninum.
Roma vill hins vegar fá í kringum 70 milljónir punda fyrir markmanninn sem er upphæð sem Liverpool er ekki tilbúið að borga en það er Echo sem greinir frá þessu.
Loris Karius hefur verið að stíga upp í síðustu leikjum og Klopp er ekki tilbúinn að eyða 70 milljónum punda í markmann á meðan hann er að spila vel.
Þá telur Liverpool að Roma sé að smyrja vel ofaná verðmiðann eftir að hafa selt Mohamed Salah í sumar fyrir 39 milljónir punda.