

Eddie Howe, stjóri Bournemouth var í dag valinn stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.
Bournemouth tapaði ekki leik í janúar, gerði tvö jafntefli og vann tvo leiki.
Sigrar liðsins komu gegn stórliðum Arsenal og Chelsea og hefur liðið verið að klifra upp töfluna í undanförnum leikjum.
Bournemouth situr sem stendur tíunda sæti deildarinnar með 31 stig en liðið var í fallsæti í desember.