Didier Ndong er genginn til liðs við Watford.
Hann skrifar undir lánssamning við Watford sem gildir út leiktíðina og á félagið svo forkaupsrétt á honum í sumar.
Ndong kemur frá Sunderland sem hefur ekki gengið vel í ensku Championship-deildinni á þessari leiktíð.
Þessi 23 ára gmali miðjumaður kom til Sunderland árið 2016 og á að baki 36 leiki fyrir enska félagið.