Alexis Sanchez hefur verið leikmaður Manchester United í eina viku en hann hefur spilað sinn fyrsta leik.
Sanchez var besti maður vallarins í sigri United á Yeovil í enska bikarnum á föstudag.
Fyrsta alvöru prófi er svo á miðvikudag þegar United heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Sanchez hefur nú fengið skáp í búningsklefa leikmanna á æfingarsvæðinu.
Jose Mourinho réð því hvar sá skápur væri samkvæmt enskum blöðum. Sagt er að Sanchez sé nú á milli Jesse Lingard og Marcus Rashford.
Mourinho vill að þessir ungu leikmenn læri af Sanchez, dugnaði og vinnusemi hans.