Loksins er allt að ganga í gegn svo David Beckham geti stofnað liðið sitt í MLS deildinni. Fjögur ár eru frá því að ferlið hófst og nú er því lokið.
Beckham mun eiga lið í MLS deildinni sem verður í Miami en þetta var kynnt formlega í dag.
Búið er að ganga frá landi fyrir heimavöll félagsins sem fer brátt í byggingu.
Beckham gerði samning við MLS deildina árið 2007 um að geta eignast félag fyrir 25 milljónir dollara. Venjulega þarf að greiða 150 milljónir dollara fyrir slíkt.
Þar sem Beckham lék í deildinni og var stjarna í deildinni þá fékk hann þennan samning í gegn.
“They say great things come to those that wait.” @MLS @thesoccerdon #FutbolMiamiMLS pic.twitter.com/FUuvbTAA1H
— Fútbol Miami MLS (@futbolmiamimls) January 29, 2018