Manchester City hefur lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð í Riyad Mahrez, sóknarmann Leicester en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Tilboðið hljóðar upp á 65 milljónir punda og er City tilbúið að láta leikmann fara til Leicester og borga pening á milli.
Ekki hefur ennþá verið gefið upp hvaða leikmann City er tilbúið að láta fara en Leroy Sane meiddist á dögunum og vill Guardiola styrkja hópinn.
Samkvæmt miðlum á Englandi vill Leicester fá í kringum 75 milljónir punda fyrir Mahrez sem hefur verið duglegur að biðja um sölu frá félaginu.
Everton tekur á móti Leicester City í kvöld í ensku úrvalsdeildinni og reikna enskir fjölmiðlar með því að Mahrez verði ekki í hóp.