Jake Humphrey sjónvarpsmaður hjá BT Sport segir það tómt bull að stöðin hafi haft áhrif á uppbótartíma í leik Liverpool og West Brom um helgina.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool hélt þessu fram í dag og hafa orð hans vakið athygli.
Klopp vildi meina að uppbótartími fyrri hálfleiks hefði átt að vera tíu mínútur vegna myndbandsdóma sem töfðu leikinn.
Hann sagði hins vegar að sjónvarpið hefði bannað að hann yrði lengir en fjórar mínútur. ,,Ég heyrði að uppbótartíminn hefði átt að vera tíu mínútur,“ sagði Klopp.
,,Ég heyrði að sjónvarpið hefði sagt að hann yrði ekki lengri en fjórar mínútur, það er ekki hægt að þeir hafi þessi áhrif. Það er ekki hægt að stytta leik vegna sjónvarps, ég veit ekki hvað kom á eftir leiknum. Kannski fréttir.“
Humphrey segir þetta tómt bull enda var stöðin með langan þátt að leik loknum sem fór yfir öll atriði og því nægur tími til stefnu.
,,Hlægilegt, við myndum taka öllum uppbótartíma og vorum ekket að fara úr útsendingu. Það er ómögulegt fyrir okkur að hafa áhrif á svona,“ skrifar Humphrey.
Laughable. Not only would we accept any amount of injury time, we had no need to rush of air…it’s also impossible for us to influence such a decision. https://t.co/hQ4Cj43L7m
— Jake Humphrey (@mrjakehumphrey) January 29, 2018