Sky Sports News fullyrðir að PSG hafi samþykkt tilboð Tottenham í Lucas Moura.
Tottenham mun greiða 25 miljónir punda fyrir þennan sóknarmann frá Brasilíu.
Lucas er ekki i neinum plönum PSG en um er að ræða hæfileikaríkan leikmann.
Þegar Lucas kom til Evrópu var hann afar eftirsóttur og hafnaði meðal annars Manchester United.
Tottenham hefur nú tvo sólarhringa til að koma Lucas í læknisskoðun og semja um kaup og kjör en félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudag.
BREAKING: Sky sources: @SpursOfficial agree £25m deal to sign Lucas Moura from @PSG_inside subject to medical and personal terms being completed. #SSN pic.twitter.com/CS9GafsyMr
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2018