Chelsea mun á morgun ganga frá kaupum á Emerson Palmieri bakverði Roma.
Félagaskiptin hafa lengi legið í loftinu en nú er allt klárt.
Chelsea reyndi einnig að fá Edin Dzeko frá Roma en það mun ekki ganga upp.
Emerson fer í læknisskoðun hjá Chelsea á morgun og mun síðan skrifa undir samning.
Um er að ræða vinstri bakvörð sem mun keppa við Marcos Alonso um stöðuna.