Baba Rahman hefur verið lánaður frá Chelsea til Schalke í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta var staðfest í kvöld.
Varnarmaðurinn frá Ghana var á láni hjá Schalke á síðustu leiktíð en meiddist illa.
Hann hefur verið hjá CHelsea á þessu tímabili en fær ekki að spila.
Chelsea keypti Baba Rahman frá Augsburg árið 2015 og hefur hann spilað 23 leiki fyrir Chelsea.
Á sama tíma lánaði Chelsea, sóknarmanninn Nathan til Belenenses en hann er 21 árs.