fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433

Þetta er helsti munurinn á Salah og Mane samkvæmt Joe Gomez

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool var í áhugaverðu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi m.a uppgang sinn hjá félaginu.

Gomez hefur verið fastamaður í liðinu á þessari leiktíð og hefur eignað sér hægri bakvarðastöðuna hjá liðinu.

Hann var m.a spurður út í það hver væri fljótasti leikmaður Liverpool en þeir Sadio Mane og Mohamed Salah eru báðir öskufljótir.

„Sadio er ótrúlegur á fyrstu metrunum og hann er með rosalegar hraðabreytingar. Þegar hann stoppar og fer til hliðar er ekki hægt að stoppa hann,“ sagði Gomez.

„Salah getur bara farið af stað og haldið hraðanum lengi sem er frábært ef þú vilt senda hann í gegn, það er enginn að fara ná honum.“

„Þeir eru báðir mjög snöggir, á ólíkan hátt sem er frábært fyrir okkur,“ sagði Gomez að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu
433Sport
Í gær

Kristján Óli segir þetta vera stóra áhyggjuefnið í Kópavoginum

Kristján Óli segir þetta vera stóra áhyggjuefnið í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Willum og Alfons gætu fengið áhugaverðan samherja

Willum og Alfons gætu fengið áhugaverðan samherja