fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
Matur

Pakkar þú matarafgöngum inn í álpappír? Það eru stór mistök

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 15:00

Hér er gott ráð á ferð.

Matarafgangar endast yfirleitt í fjóra daga í ísskáp ef þeim er pakkað rétt inn strax. Það sem mestu máli skiptir er að bakteríur í mat þurfa loft til að anda og fjölga sér, og þess vegna er mikilvægt að pakka afgöngum inn í loftþétt ílát.

Margir grípa á það ráð að pakka afgöngum inn í álpappír, en samkvæmt grein á vefsíðunni Taste of Home, eru það stór mistök. Ástæðan er einfaldlega sú að álpappír nær ekki að loka afgöngum það vel og því getur loft náð að finna sér leið inn að matnum.

„Þegar loft er í umbúðunum ná bakteríur að fjölga sér hraðar þannig að best er að fá sér góð ílát og pakka afgöngum inn rétt,“ segir næringarfræðingurinn Lindsay Malone. „Annars endist maturinn ekki.“

Gyllta regla Lindsay til að pakka matarafgöngum er að setja þá í grunnt, lofttæmt ílát til að flýta fyrir kælingarferlinu og tryggja að engar bakteríur komist í matinn. Þá mælir hún einnig með að leyfa mat ekki að sitja lengur en tvo tíma við stofuhita áður en gengið er frá honum.

„Ef þú átt fullt af mat afgangs er sniðugast að setja hluta af honum í ílát í ísskápinn og hluta í gott lofttæmt ílát og inn í frysti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Bakstur á ketó-kúrnum er leikur einn: „Bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef prufað“

Bakstur á ketó-kúrnum er leikur einn: „Bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef prufað“
Matur
Í gær

Leiðin að hjartanu er í gegnum munninn: Stjörnurnar sem féllu fyrir kokkum

Leiðin að hjartanu er í gegnum munninn: Stjörnurnar sem féllu fyrir kokkum
Matur
Fyrir 2 dögum

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“
Matur
Fyrir 2 dögum

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga
Matur
Fyrir 2 dögum

Kallar Meghan hvíslara og þetta er ástæðan

Kallar Meghan hvíslara og þetta er ástæðan